Reglur um útivistartíma barna

október 5, 2006
Nú þegar farið er að rökkva á kvöldin er minnt á reglur um útivistartíma barna á þessum árstíma (aldursmörk miðast við fæðingarár): Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
 
 

Share: