Rannsóknarsetur í húsnæðismálum á Bifröst

ágúst 29, 2003
Rannsóknarsetur í húsnæðismálum var stofnað við Viðskiptaháskólann á Bifröst í tengslum við 86. setningu skólans sunnudaginn 24. ágúst s.l. kl. Þá undirrituðu Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs og
Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst samstarfssamning um rekstur rannsóknar-setursins. Einnig undirrituðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Runólfur Ágústsson rektor samkomulag um að rannsóknarsetrið sjái um sérstaka gagnaöflun og úrvinnslu upplýsinga á sviði húsnæðismála fyrir félagsmálaráðuneyti og Íbúðalánasjóð næstu 3 ár.
Stjórn Rannsóknarseturs í húsnæðismálum verður skipuð þremur fulltrúum tilnefndum af Íbúðalánasjóði, félagsmálaráðherra og Viðskiptaháskólanum á Bifröst.
Við stofnun rannsóknarsetursins verður sett á fót rannsóknarstaða í húsnæðismálum sem fjármögnuð verður af Íbúðalánasjóði og Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Gert er ráð fyrir að í rannsóknarstöðuna verði ráðinn vel menntaður hagfræðingu með haldgóða þekkingu á íslenskum fjármála- og fasteignamarkaði. Viðkomandi mun veita Rannsóknarsetri í húsnæðismálum forstöðu.
Verkefni Rannsóknarseturs í húsnæðismálum verður að vinna að víðtækum rannsóknum á húsnæðis- og fasteignamarkaði, meðal annars í tengslum við spálíkan fyrir fasteignamarkað á höfuðborgarsvæðinu, sem unnið hefur verið af nemendum við Viðskiptaháskólann á Bifröst í samstarfi við Íbúðalánasjóð.
Einnig mun Rannsóknarsetrið hafa umsjón með sérstakri gagnaöflun og úrvinnsla upplýsinga á sviði húsnæðismála, samkvæmt sérstökum samningi við félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóð, og eftir atvikum við fleiri aðila. Þá er rannsóknarsetrinu ætlað að vera stjórnvöldum og fagaðilum til ráðuneytis um húsnæðismál, einkum félagsmálaráðuneyti og Íbúðalánasjóði.

Share: