Mikil fjölgun á Varmalandi

ágúst 28, 2003
Á meðan nemendum hefur fækkað ár frá ári í flestum sveitaskólum landsins er þróunin þveröfug í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Nemendur þar verða um 170 talsins í vetur en voru um 150 síðasta vetur og er því fjölgun sem nemur 20 nemendum. Fjölgunin er enn meiri en spár gerðu ráð fyrir í tengslum við vöxt Viðskiptaháskólans á Bifröst en fjölgunin í Varmalandsskóla felst fyrst og fremst í fjölgun barna nemenda viðskiptaháskólans. Sem dæmi má nefna að í einni bekkjardeild eru nemendur frá Bifröst 17 en þrír sem koma annarsstaðar frá.
 

Share: