Rammaskipulag fyrir Brákarey

mars 26, 2019
Featured image for “Rammaskipulag fyrir Brákarey”

Rammaskipulag fyrir Brákarey

Í kvöld, fimmtudaginn 28. mars kl 19:30, verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti þar sem kynnt verður tillaga að rammaskipulagi fyrir Brákarey, sem er á vinnslustigi. Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Hvað er rammaskipulag?

Í skipulagslögum nr. 123 frá 2010 er rammahluti aðalskipulags skilgreindur á eftirfarandi hátt: Sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana. 

Hvers vegna rammaskipulag?

Með gerð rammaskipulags eru lagðar meginlínur í skipulagi svæða eða bæjarhluta. Rammaskipulag hefur ekki ákveðinn gildistíma og er aðeins háð samþykki viðkomandi sveitarfélags. Þar kemur fram stefnumörkun sveitarfélagsins fyrir áframhaldandi deiliskipulagsvinnu.  

Fréttaskot Umhverfis-og skipulagssviðs nr. 9


Share: