Anna Magnea Hreinsdóttir |
Anna Magnea Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og mun hafa yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum í Borgarbyggð.
Anna Magnea lauk námi í tómstundafræðum frá Göteborgs folkhögskola, Svíþjóð árið 1980, B.Ed-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003. Árið 2009 lauk hún doktorsprófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands með áherslu á matsfræði.
Anna Magnea hefur komið að fræðslumálum í tugi ára, m.a. sem leikskólastjóri, leikskólafulltrúi, stundakennari við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hún hefur einnig setið í fjölskylduráði Garðabæjar og tekið þátt í stefnumótunarstarfi fyrir sveitarfélög og mennta- og menningarmálaráðuneytið.