Á sveitarstjórnarfundi þann 14. desember sl. var kynnt ráðning nýs byggingarfulltrúa í stað Gunnars S. Ragnarssonar sem hverfur til annarra starfa í janúar. Nýráðinn byggingarfulltrúi heitir Þórólfur Óskarsson, fæddur árið 1955. Hann er menntaður sem byggingafræðingur, trésmiður, byggingastjóri og löggiltur eignaskiptalýsandi. Hann starfar nú sem byggingarfulltrúi í Grundarfirði í veikindaforföllum byggingarfulltrúa þar. Þórólfur stefnir að því að koma til starfa strax upp úr áramótum.
Þórólfur er boðinn velkominn til starfa