Sýningin um Pourquoi-pas? strandið er opin í sumar frá 13 til 18 alla daga og hefur hlotið góðar viðtökur. Fyrstu tíu dagana sem hún hefur verið opin hafa rúmlega eitt hundrað manns komið og skoðað þessar minjar um sjóslysið mikla. Nokkuð er um að fólk hafi komið með muni eða gögn sem tengjast slysinu og er það verðmætt innlegg í heimildasöfnun Safnahúss um þennan mikla harmleik við Straumfjörð 1936.
Vegna lengri opnunartíma sýningarinnar í sumar hefur sérstaklega verið leitað eftir samstarfi við eldri borgara um safngæslu. Það samstarf er mjög farsælt enda verðmætt að eldra fólk sé reiðubúið til þess að miðla af þekkingu sinni og reynslu á sýningum sem þessari.
Myndina tók Guðrún Jónsdóttir.