Pourquoi pas?

september 16, 2016
Featured image for “Pourquoi pas?”

Í dag eru 80 ár liðin frá því að franska hafrannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst við Straumfjörð á Mýrum. Í tilefni þess standa Franska sendiráðið á Íslandi og Fellowship Dr. Jean Baptiste Carcot og Pourquoi pas? og Háskóli Íslands fyrir þriggja daga dagskrá í minningu þess hörmulega atburðar. Fimmtíu manna hópur kom vestur í Straumfjörð fimmtudaginn 15. September þar sem haldin var minningarathöfn á slysstaðnum. Borgarbyggð tók síðan á móti hópnum í Safnahúsi Borgarbyggðar eftir hádegið. Sveitarstjóri flutti ávarp í minningu þessa atburðar og forstöðumaður safnahússins sýndi gestum sýningu á munum og myndum í tengslum við Pourquoi pas? slysið sem hefur verið uppi síðan í vor.  


Share: