Í dag 2. nóv. verður verkefninu Burðarplastpokalaus Borgarbyggð formlega hleypt af stokkunum með Pokahlaupi í Hyrnutorgi milli klukkan 17 og 18. Fræðsla og fjör í bland, áhugaverðar lausnir til að draga úr notkun plasts verða kynntar, listaverk úr plasti, ávörp gesta, fræðsla um mikilvægi þess að draga úr notkun plasts, tónlistaratriði úr söngleiknum Móglí og æsispennandi pokahlaup. Þá verða Öldupokar að láni formlega afhentir en þeir munu vera aðgengilegir í Bónus og Nettó frá og með deginum í dag. Allir velkomnir.