Páskaeggjaleit og páskaföndur dagana 5. og 6. apríl

mars 31, 2023
Featured image for “Páskaeggjaleit og páskaföndur dagana 5. og 6. apríl”

Borgarbyggð stendur fyrir páskaeggjaleit fyrir yngstu kynslóðina dagana 5. og 6. apríl nk. Að þessu sinni er um að ræða tvær staðsetningar, annarsvegar í Skallagrímsgarði og hins vegar í Logalandi í Reykholtsdal.

Í Skallagrímsgarði verður páskaeggjaleitin ræst kl. 16:00 (5. apríl) og í Logalandi kl. 12:00 (6. apríl).

Meginregla leitarinnar er fyrstur kemur, fyrstur fær. Gott er fyrir foreldra og forráðamenn að hafa í huga að páskakanína geri ráð fyrir einu páskaeggi á barn svo flest börn geta notið.

Ekkert þátttökugjald er á þessa viðburði en einstaklingar eru beðnir um að skrá sig hér.

Dag- og tímasetningar geta breyst ef veðurspáin verður óhagstæð. Nýjustu upplýsingar verður að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is.

Þá verður einnig páskaföndur í Safnahúsinu miðvikudaginn 5. apríl frá kl. 13:00 – 16:00. Eva Lára Vilhjálmsdóttir verður í Safnahúsinu með skemmtilegt föndur fyrir páskana. Eva ætlar að kenna handtökin í dúskagerð og fjölbreyttu pappírföndri sem minnir á páskana og vorið. Föndrið er bæði fyrir börn og fullorðna og frábært tækifæri að koma og eiga notalega stund saman í Safnahúsinu og skapa eitthvað fallegt og litríkt í leiðinni til gleðja augað yfir páskana.


Share: