Óveruleg breyting á aðalskipulagi

júní 4, 2014
Auglýsing
Óveruleg breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar. Vatnsverndarsvæði í landi Varmalækjar, 311 Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 13. febrúar 2014, breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna vatnsverndarsvæðis í landi Varmalækjar samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að vatnsverndarsvæði vatnsbóls í landi Varmalækjar minnkar. Fjarsvæði (VF”)verður eftir breytingu 167 ha í stað 189 ha og grannsvæði fer úr 5.1 ha í 3.3 ha. Breytingin hefur áhrif á svæði fyrir frístundabyggð sem fylgja mörkum grannsvæða (F72 og F141) og stækka þau hvort um sig um einn ha samkvæmt uppdrætti dags. 3. febrúar 2014 mkv. 1:100.000.
 
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar.
f.h sveitarstjórnar Borgarbyggðar
Lulu Munk Andersen
Skipulags- og byggingarfulltrúi
 
 

Share: