Harla óvenjuleg og sjón blasti við þeim sem voru viðstaddir 80 ára afmælishátíð Hvítárbrúarinnar við Ferjukot í dag, þegar Sæmundur Sigmundsson ók gömlu rútunni sinni (árgangi 1947) af stað yfir brúna. Í kjölfarið fylgdu svo fleiri fornbílar og gangandi fólk, en nokkrum sinnum var farið yfir þessa gömlu fallegu brú í blíðviðrinu.
Að lokinni dagskrá þáði fólk veitingar við bæinn Ferjukot.
Fyrr um daginn var 90 ára innflutningsafmælis dráttarvélarinnar á Íslandi minnst í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Þar mátti sjá margar gamlar dráttarvélar og fornbílarnir stóðu einnig þar á hlaðinu áður en þeim var ekið að Hvítárbrúnni.
Það voru Vegagerðin, Sæmundur Sigmundsson, Landbúnaðarsafn Íslands og Veiði- og minjasafnið í Ferjukoti sem stóðu fyrir hátíðahöldunum sem voru afar vel sótt.
Ljósmyndir: Guðrún Jónsdóttir