Óþekkt kona

janúar 24, 2008
Sú nýjung hefur verið tekin upp á heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar að setja þar reglubundið inn ljósmyndir sem fólk er beðið um aðstoð við að bera kennsl á. Þetta er gert á vegum skjalasafns Borgarfjarðar og með þessum hætti er verið að leita til velunnara safnanna með aðstoð við að flokka og greina myndir á safninu. Fyrsta myndin er af eldri konu með blómvönd og er sú mynd úr myndasafni Sigurbjargar Sigurbjarnardóttur í Borgarnesi. Það er Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður sem hefur umsjón með þessu verkefni. Sjá nánar á www.safnahus.is
 

Share: