Í dag hefur verið fjör á öskudagsgleði í Óðali í umsjón Nemendafélags Grunnskóla Borgarness.
Margar kynja-verur komu í heimsókn og voru margir búningar sérstaklega vel hannaðir og frumlegir.
Dans var stiginn og kötturinn sleginn úr „tunnunni“.
Mikið var um að börn kæmu í fyrirtæki og tækju lagið í von um eitthvað gott í gogginn.
Öskudagur, sannarlega dagur unga fólksins.