Öskudagsferð Hnoðrabóls

febrúar 14, 2013
Börnin á leikskólanum Hnoðrabóli lögðu land undir fót á öskudaginn og skruppu í Reykholt að heimsækja vinnustaði og gleðja fólk með söng og spjalli. Nær væri kannski að segja að þau hefðu lagt land undir dekk því krakkarnir leigðu sér bíl til fararinnar og notuðu til þess ágóða af sölu matreiðsluheftis sem þau gáfu út. Í ferðinni heimsóttu þau N1, Hótel Reykholt og skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti. Þar þáðu þau sætindi frá Dísu innheimtufulltrúa og skoluðu því niður með ísköldu og hressandi blávatni.
 
Takk fyrir komuna krakkar!
 

Share: