Óskað er eftir stuðningsfulltrúa á starfsbraut MB

apríl 30, 2013

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starf á starfsbraut skólaárið 2013 til 2014.
Starfið felst í að aðstoða nemanda með fötlun við nám og athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að vera karlkyns og geta hafið störf 20. ágúst nk.
Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki.
Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 433 7701. Umsóknarfrestur er til 31. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes eða á netfangið kolfinna@menntaborg.is

 

Share: