Opinn borgarafundur í Menntaskólanum

apríl 21, 2009

Opinn borgarafundur með frambjóðendum til alþingis verður haldinn á sal Menntaskóla Borgarfjarðar í kvöld, þriðjudaginn 21. apríl og hefst kl. 20:00.
Frambjóðendur úr efstu sætum á listum kjördæmisins flytja framsögur og sitja fyrir svörum. Það eru þau Guðmundur Steingrímsson fyrir Framsóknarflokkinn, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Ragnheiður Ólafsdóttir fyrir Frjálslynda, Guðbjartur Hannesson fyrir Samfylkingu, Guðmundur Andri Skúlason fyrir Borgarahreyfinguna og Ásmundur Einar Daðason fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. Fundarstjóri verður Ingi Tryggvason. Búast má við fjörugum umræðum. Allir velkomnir.

 

Share: