Í þessari viku hafa nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar stundað Lífsnám. Inntakið í Lífsnáminu byggir á þáttum eins og fjármálalæsi, kynheilbrigði og kynfræðslu, sjálfbærni, jafnrétti, andlegu og líkamlegu heilbrigði o.þ.h.
Fyrsti áfangi lífsnámsins hófst á mánudaginn og var þessi vika helguð umfjöllun um kynlíf, kynhneigðir og kynheilbrigði með áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fólks. Jafnframt var fjallað um kynferðislegt-, andlegt- og fjárhagslegt ofbeldi.
Skipulag vikunnar og innihald áfangans sem ber heitið Alls-kyns, var unnið í samstarfi við nemendur sem fengu tækifæri til að vinna með sérfræðingum á þessu sviði auk þess sem kennarar MB bjuggu til samþætt verkefni sem nemendur hafa unnið með alla lífsnámsvikuna og munu kynna afrakstur sinn á morgun, föstudaginn 11. mars frá kl. 11:00 – 14:00.
Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að kíkja á þennan áhugaverða viðburð.