Opið hús í Kviku – Menntaskóla Borgarfjarðar 3. maí nk.

apríl 28, 2023
Featured image for “Opið hús í Kviku – Menntaskóla Borgarfjarðar 3. maí nk.”

Þann 3. maí nk. frá kl. 16:00 – 19:00 ætlar Menntaskóli Borgarfjarðar að standa fyrir opnu húsi í Kviku.

Kvikan er skapandi rými þar sem hægt er, með hjálp stafrænnar hönnunar og tækjabúnaðar að raungera hugmyndir og hluti. Kvikan verður opin öllum þeim sem hafa áhuga á að koma og kynnast þeim tækjum og forritum sem eru í boði.

 

Þar er meðal annars hægt að:

  • Hanna og skera út límmiða og fatafilmur
  • Laserskera m.a. í mdf og plexigler.
  • Sauma í saumavélum.
  • Hanna og prenta út hluti í 3D.
  • Taka upp hljóðvarp og eða myndupptöku í stúdíói.

Vakin er athygli á því að hægt er að kaupa efni á staðnum.

 

Leiðsögn og aðstoð verður á höndum Valdísar Sigurvinsdóttur sem hefur umsjón með Kviku – skapandi rými.

 


Share: