Opið hús í Grunnskólanum í Borgarnesi föstudaginn 13. desember kl. 14:30 – 16:00.
Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi ganga samkvæmt áætlun og var fyrri áfangi afhentur til notkunar í haust.
Seinni áfanga verður lokið haustið 2020. Í fyrri áfanga er viðbygging sem inniheldur sal skólans og eldhús ásamt björtu kennslurými fyrir yngsta stig skólans á annarri hæð. Allar list og verkgreinastofur skólans voru endurgerðar á fyrstu hæð, en þar eru stofur fyrir heimilisfræðikennslu, smíðakennslu, textíl og myndmennakennslu. Öll aðstaða til kennslu fyrir nemendur og starfsfólks er til fyrirmyndar. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni á sal skólans meðal nemenda og kennara og mun vinningstillagan verða tilkynnt á opnu húsi.
Íbúum Borgarbyggðar er hér með boðið í heimsókn, verið velkomin!