Ömmu og afa kaffi í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi

maí 21, 2008
Í morgun, miðvikudaginn 21. maí, var ömmu og afa kaffi í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Það var mjög góð mæting og ekki var annað að sjá en að ömmurnar og afarnir hafi notið þess að eiga stund í leikskólanum með barnabörnum sínum. Í salnum var svo sameiginleg söngstund þar sem börnin sungu nokkur skemmtileg sumarlög við gítarundirleik tveggja starfsmanna skólans, þeirra Hörpu og Rúnu. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ömmu og afa kaffi í leikskólanum. Viðtökur voru mjög góðar og því var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði héðan í frá.
 

Share: