Nú styttist í að einnota burðarplastpokar heyri sögunni til í Borgarbyggð. Unnið er að framleiðslu Öldupoka í stórum stíl en þeir verða staðsettir í Hyrnutorgi og í Bónus og eru fjölnota taupokar sem viðskiptavinir geta fengið að láni undir vörur sínar. Öldupokar eru eins og nafnið til kynna framleiddir af Öldunni, en einnig vísar nafnið til þess að aldan skilar sínu, og því er þess vænst að pokarnir skili sér aftur inn í verslanir og nýtist þannig aftur og aftur. Merki pokana er hannað af Heiði Hörn og sýnir tengsl manns, sjávar og náttúru. Merkið sýnir þá hringrás sem þarf að ríkja í samspili þessara þátta og mikilvægi þess að maðurinn geri sitt til verndunar lands og sjávar. Með þessu verkefni er markmiðið að draga verulega úr notkun einnota burðarplastpoka og verkefninu um burðarplastpokalausa Borgarbyggð verður formlega hleypt af stokkunum þann 2. Nóvember með Pokahlaupi í Hyrnutorgi milli kl. 17:00 og 18:00. Sjá nánari upplýsingar um viðburðinn hér https://www.facebook.com/events/180260819204683/ Undirbúningur verkefnisins hefur verið í höndum Bjarkar Jóhannsdóttir og Hrafnhildar Tryggvadóttur, sem fúslega veita frekari upplýsingar um verkefnið .