
Gunnlaugur Stefán Gíslason er fæddur í Hafnarfirði 1944. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan prentmyndaljósmyndun frá Iðnskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur starfað sem myndlistamaður og einnig myndlistakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands ,Myndlistaskóla Reykjavíkur, Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði og haldið námskeið og fyrirlestra um myndlist í yfir þrjá áratugi.Vinnustofa hans er á Móbergi 4 Hafnarfirði .