Nýtt byggðarmerki – fjölmargar tillögur

nóvember 13, 2006
Rúmlega 90 tillögur auk nokkurra tuga tillagna frá gunnskólanemendum bárust í samkeppni Borgarbyggðar um byggðarmerki, en skilafrestur rann út þ. 8. nóvember s.l.
Um var að ræða opna samkeppni og voru íbúar sveitarfélagsins sérstaklega hvattir til þátttöku. Engin takmörk voru á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda. Sérstök nefnd fer nú yfir málið og verða úrslitin birt í næstu viku, nánar auglýst síðar.
 
 

Share: