Nýting vindorku skoðuð

maí 14, 2012
Síðastliðið haust skipaði stjórn Borgarfjarðarstofu vinnuhóp um nýtingu vindorku í Borgarbyggð. Hlutverk hópsins var að vinna fýsileikakönnun á nýtingu vindorku í sveitarfélaginu. Á síðasta fundi Borgarfjarðarstofu var lögð fram skýrsla vinnuhópsins og er hún öllum aðgengileg hér á heimasíðunni. Í hópnum sátu þau Auður H. Ingólfsdóttir (Háskólinn á Bifröst), Sigtryggur V. Herbertsson (LbhÍ), Sigurður Guðmundsson og Unnsteinn Elíasson. Starfsmaður hópsins var Einar Þ Eyjólfsson, atvinnuráðgjafi hjá SSV. Stjórn Borgarfjarðarstofu þakkar vinnuhópnum vel unnin störf og hvetur til þess að áfram verði unnið að skoðun á nýtingu nýrra orkugjafa á köldum svæðum.
 

Share: