Ný slökkvistöð vígð í Reykholti

október 4, 2007
Á morgun, föstudaginn 5. október, verður hátíðleg athöfn á skrifstofu og slökkvistöð Borgarbyggðar í Litla-Hvammi í Reykholtsdal í tilefni af sameiningu slökkviliðs Borgarfjarðardala og slökkviliðs Borgarbyggðar.
Við þessa athöfn verður slökkviliði Borgarbyggðar afhent formlega húsnæði slökkvistöðvarinnar en bæði skrifstofan og slökkvistöðin hafa tekið miklum stakkaskiptum eftir verulegar endurbætur á húsnæðinu. Skorradalshreppur mun við þetta tækifæri afhenda slökkviliði Borgarbyggðar nýjan bíl til umráða, en gerður hefur verið samningur um að slökkviliðið sjái jafnframt um brunavarnir í Skorradal.
 

Share: