Nýr tölvuumsjónarmaður

ágúst 14, 2015
Gestur Andrés Grjetarsson hefur verið ráðinn í starf tölvuumsjónarmanns og mun hafa yfirumsjón með tæknimálum, upplýsingakerfum, net- og tölvukerfum Borgarbyggðar.
Starf tölvuumsjónarmanns kemur í staðinn fyrir aðra tölvuþjónustu við skóla og stofnanir sveitarfélagsins og er liður í samræmingu þjónustu og hagræðingu á þessu sviði.
Gestur hefur lokið ýmsum prófum og vottunum í rekstri tölvu- og netkerfa, hann er með mikla reynslu sem nýtast mun vel í rekstri Borgarbyggðar.
 
 

Share: