Nýr sviðsstjóri umhverfis – og skipulagssviðs Borgarbyggðar

desember 1, 2017
Featured image for “Nýr sviðsstjóri umhverfis – og skipulagssviðs Borgarbyggðar”

Starf sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar var auglýst laust til umsóknar á dögunum.  Tíu umsóknir bárust um starfið og þökkum við öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga á starfinu. Umsækjendur voru:

Anna Gréta Ólafsdóttir, MA í menningarstjórnun

Áki Ármann Jónsson, B.Sc í líffræði

Ásta Soffía Valdimarsdóttir, Ph. D

Jón Tryggvi Sveinsson, BA í Bókasafns- og upplýsingafræði

Kristjana Hera Maack Sigurjónsdóttir, MA í stjórnun og stefnumótun

Ólafur Víðir Guðbjargarson, B.Sc Orku og umhverfistæknifræði

Páll Breiðfjörð Pálsson, Vélaverkfræðingur

Ragnar Frank Kristjánsson, Landslagsarkitekt

Soffía Anna Sveinsdóttir, Pípulagningameistari

Þorbjörn Torfi Stefánsson, MBA í rekstrarhagfræði og húsasmíðameistari

Eftir viðtöl við þá tvo umsækjendur sem hæfastir þóttu, sem tekin voru undir stjórn sérfræðings í ráðningum frá ráðgjafarfyrirtækinu Intellecta, var einróma ákveðið af byggðarráði að ráða Ragnar Frank Kristjánsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands í starfið. Ragnar Frank er menntaður landslagsarkitekt og hefur starfað í um tíu ár sem lektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Þar áður starfaði hann meðal annars sem þjóðgarðsvörður í Skaftafelli  um árabil, sviðsstjóri skipulags- og mannvirkjamála hjá Náttúruvernd ríkisins og sérfræðingur í skipulags- og mannvirkjamálum hjá Náttúruverndarráði. Ragnar Frank hefur setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá árinu 2010 og hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir Borgarbyggð. Ráðningunni fylgir að hann mun segja af sér sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

Ragnar Frank er boðinn velkominn til starfa hjá Borgarbyggð en hann mun hefja störf fljótlega eftir áramót.

 


Share: