Jólatré í Skallagrímsgarði

desember 5, 2017
Featured image for “Jólatré í Skallagrímsgarði”

Margt var um mann­inn í Skallagrímsgarði sl. sunnudag þegar jóla­ljós­in voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar.

Barnakór Borgarness hóf at­höfn­ina með flutn­ingi á nokkr­um jóla­söngv­um und­ir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm.

Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri hélt stutt erindi og sagði frá heiti og merkingu aðventukertanna og Andrea Jónsdóttir spilaði nokkur jólalög á saxófón við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur.

Eft­ir að ljós­in á trénu voru kveikt, birt­ust nokkr­ir villt­ir jóla­svein­ar sem dönsuðu í kringum jólatréð með gestum og gáfu börnunum mandarínur.

Nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi buðu uppá heitt kakó.


Share: