Nýr sviðsstjóri ráðinn – Umhverfis- og skipulagssvið

mars 13, 2015
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi 12. mars að ráða Guðrúnu S. Hilmisdóttur í starf sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Starfið var auglýst 9. janúar og var umsóknarfrestur til og með 26. janúar. 23 sóttu um starfið.
 
Guðrún S. Hilmisdóttir
Guðrún S. Hilmisdóttir er byggingarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og Danmarks Tekniske Universitet. Guðrún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og verkfræðistörfum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Guðrún vann áður hjá bæði Eski ehf. Verkfræðistofu og Hönnun hf. Þá starfaði hún í nokkur ár hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga við umhverfismál sveitarfélaga og menntamálaráðuneytinu en þar vann hún að verkefnum sem sneru að kostnaðarþátttöku ríkisins vegna byggingar grunnskóla og fleira. Guðrún þekkir sveitarfélagið Borgarbyggð vel en hún bjó um tíma í Borgarnesi.
 

Share: