Nýr starfsmaður í Óðali

október 4, 2001

Írisi Reynisdóttur sem verið hefur starfsmaður í Óðali eru þökkuð góð störf í félagsmiðstöðinni og vinnuskólanum á liðnum árum. Íris er að halda í framhaldsnám til Reykjavíkur. Óskum við henni góðs gengis í framtíðinni.
Eðvar Traustason hefur verið ráðinn starfsmaður í hennar stað og hefur hann störf 22. okt n.k.
Orri Sveinn Jónsson mun brúa bilið sem starfsmaður í Óðali næstu tvær vikurnar en hann verður starfsmaður í Mími félagsmiðstöð ungs fólks við Kveldúlfsgötu í hlutastarfi í vetur.


Share: