Nýr leikskóli í Borgarnesi

nóvember 1, 2005

Borgarbyggð auglýsir eftir leikskólastjóra og leikskólakennurum á nýjan leikskóla í Borgarnesi

 
Borgarbyggð hyggst opna nýjan tveggja til þriggja deilda leikskóla í Borgarnesi á næsta ári. Fyrst um sinn verður starfrækt ein deild, fyrir 2ja til 3ja ára börn, í bráðabirgðahúsnæði á meðan nýtt húsnæði leikskólans er í hönnun og byggingu. Deildin verður opnuð í janúar 2006 og áformað er að nýtt húsnæði verði tekið í notkun um ári síðar.
 
Leikskólastjóri
Borgarbyggð auglýsir eftir leikskólastjóra í fullt starf frá og með 1. janúar 2006. Meðal verkefna fyrsta árið er að taka þátt í undirbúningi og hönnun húsnæðis og innra starfs hins nýja leikskóla, auk þess að stjórna leikskóladeild í bráðabirgðahúsnæði.
 
Menntunar- og hæfniskröfur leikskólastjóra:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Hæfni og reynsla í stjórnun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

 
Leikskólakennarar:
Borgarbyggð auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa frá og með 1. janúar 2006.
Fáist ekki leikskólakennarar til starfa kemur til greina að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
 
Menntunarkröfur leikskólakennara:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Reynsla af uppeldis- og/eða kennslustörfum með börnum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni, nákvæmni, áreiðanleiki og frumkvæði í starfi

 
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
 
Umsóknarfrestur er til 18. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Magnúsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, í síma 437-1224 eða í tölvupósti; asthildur@borgarbyggd.is
 
 

Share: