Nýr íþrótta- og tómstundaskóli

ágúst 14, 2014
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að stofna nýjan Íþrótta- og tómstundaskóla í samvinnu við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB). Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist um næstu áramót. Undirbúningur er í fullum gangi og stefnt er að undirritun samnings á milli Borgarbyggðar og UMSB í næsta mánuði. Í framhaldi af því verður ráðinn tómstundafulltrúi til UMSB sem mun hafa umsjón með verkefninu í samstarfi við fræðslustjóra og skólastjóra grunnskólanna. Fyrirkomulag starfseminnar veður kynnt nánar fyrir foreldrum, nemendum og starfsfólki með góðum fyrirvara þegar nær dregur.
Fram að áramótum verður tómstundastarf í Borgarbyggð með óbreyttu sniði. Skráning í Tómstundaskóla og lengda viðveru í grunnskólum Borgarbyggðar fer fram í framhaldi af skólasetningu líkt og verið hefur undanfarin ár.
Hér má nálgast umsóknareyðublað.
Fræðslustjóri
 

Share: