S.l. föstudag var tekinn í notkun nýr ferðaþjónustubíll fatlaðra hér í Borgarbyggð. Kemur hann í stað eldri bíls sem búinn var að skila sínu. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn og er hinn glæsilegasti að allri gerð og gerður fyrir níu farþega. Eins er aðgengi töluvert betra en í eldri bílnum. Á myndinni eru Haukur Valsson bílstjóri og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri við hlið bílsins.