Ný bílaplön við Grunnskólann í Borgarnesi

desember 2, 2008
Undanfarnar vikur hafa íbúar á skólaholtinu í Borgarnesi orðið varir við framkvæmdir vegna gerð nýrra bílastæða við Grunnskólann í Borgarnesi. Annað bílaplanið er við lóð Svarfhóls og hitt á lóð grunnskólans. Það á eftir að malbika bæði bílaplönin en búið er að efnisskipta á lóðinni við Svarfhól og þar hefur einnig verið komið fyrir regnvatnsniðurföllum. Einnig er lokið fleygun á klöpp á lóð grunnskólans. Það er Borgarverk sem annast verkið.
 

Share: