Ný sýning í Safnahúsinu

nóvember 25, 2019
Featured image for “Ný sýning í Safnahúsinu”

Þann 23. nóvember s.l. var opnuð ný sýning í Hallsteinssal í Safnahúsinu. Þar sýna fjórar konur, þær Elísabet Haraldsdóttir, Harpa Einarsdóttir, Ingibjörg Huld Halldórsdóttir og Ósk Gunnlaugsdóttir. Sýningin stendur fram til 7. janúar 2020.

Sýningin ber heitið Brák eftir fóstru Egils Skallagrímssonar og þar er velt upp spurningunni um hvað sagan um Brák þýðir fyrir sjálfsmynd kvenna og hugmyndina um kvenleika á Íslandi.  Þar gefur að líta breitt svið listrænnar tjáningar; leirlist, stór akrýl- og vatnslitaverk, krosssaum, innsetningu og skúlptúr.

  • Elísabet Haraldsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík, er búsett á Hvanneyri. Hún var menningarfulltrúi á Vesturlandi í 13 ár, samhliða þess að sinna leirlistinni.
  • Harpa Einarsdóttir er fædd og uppalin í Borgarnesi. Hún starfar sem listamaður undir nafninu Ziska og vinnur að myndlist og hönnun fyrir MYRKA.
  • Ingibjörg Huld Halldórsdóttir er fædd og uppalin í Borgarnesi og Stafholtstungum. Hún vinnur með faldar eða bannaðar tilfinningar, skömm, misnotkun og fráhverfingu í myndverkum sínum.
  • Ósk Gunnlaugsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík með annan fótinn í Grímsnesinu. Hún lauk BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem myndlistakona í Reykjavík. Lokaverkefni hennar í LHÍ var um ambáttina Brák.

Ljósmynd (Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir): Frá vinstri, Elísabet, Ósk, Ingibjörg og Harpa.


Share: