Ný sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar – Gaumstol, fantasíur og fúgur til fjalla

nóvember 10, 2022
Featured image for “Ný sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar – Gaumstol, fantasíur og fúgur til fjalla”

Sunnudaginn 13. nóvember nk. Kl. 14.00 opnar sýning á málverkum listamannsins Guðlaugs Bjarnasonar í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Guðlaugur býr á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi eftir að hafa fengið heilablóðfalli árið 2020 sem leiddi til nærri algjörrar lömunar á vinstri hlið líkamans. Guðlaugur hélt samt áfram að stunda list sína. Sýningin inniheldur málverk bæði fyrir og eftir áfallið og eru fjöll, jöklar og landslag Íslands í forgrunni, þó er spuni og fantasíur aldrei langt undan í verkum hans.

Nafnið Gaumstol er hugtak yfir erfiðleika sem getur skapast hjá einstaklingum eftir heilablóðfall. Skerðist þá sjónsvið þeirra eða skynjun og hefur stundum verið lýst eins og vinstri hluti tilverunnar sé ekki lengur til. Þetta má sjá í mörgum málverkum Guðlaugs eftir áfallið en þar er vinstri helmingur myndflatarins ekki endilega eins mikið unnin og sá hægri

Sýningaropnun er sunnudaginn 13. nóvember frá kl. 14.00-16.00. Í tilefni opnunarinnar mun dóttir Guðlaugs, Ingibjörg leika fyrir gesti á básúnu.

Allir velkomnir

Sýningin stendur fram til 13. janúar 2023.


Share: