Ný sýning í Safnahúsi

september 2, 2022
Featured image for “Ný sýning í Safnahúsi”

Á laugardaginn 3. september í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar opnar sýningin Móðir, kona, meyja, sem mun standa til 1. október. Á sýningunni eru verk þriggja ættliða, þeirra Svanheiðar Ingimundardóttur, S. Tinnu Gunnarsdóttur og Töru Bjarkar Helgadóttur. Sýningunni er ætlað að kalla fram hvernig list getur erfst á milli kynslóða og sameinað þær. Á opnuninni munu þær S. Tinna og Tara Björk bjóða upp á tónleika, en ásamt áhuga á myndlist hafa þær stundað nám í söng og píanóleik.

Opnunin stendur yfir frá 14.00-17.00 laugardaginn 3. september og eru allir boðnir velkomnir, aðgangur ókeypis.


Share: