Ný samfélagsmiðlasíða fyrir íþróttir, tómstundir, forvarnir og heilsueflingu

mars 1, 2023
Featured image for “Ný samfélagsmiðlasíða fyrir íþróttir, tómstundir, forvarnir og heilsueflingu”

Ný frétta- og upplýsingasíða fyrir íþróttir, tómstundir, forvarnir og heilsueflingu hefur litið dagsins ljós á samfélagsmiðlinum Facebook.

Skýrt ákall hefur verið um einfalda upplýsingaveitu til íbúa í þessum málaflokkum og er þessi síða liður í því að einfalda boðleiðir og gera íbúum kleift að nálgast upplýsingar og fréttamola á einum og sama stað.

Á þessari síðu mun til að mynda birtast upplýsingar um þjónustu íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð, viðburðir á vegum heilsueflandi samfélags og forvarnarteymisins, fréttir úr tómstundastarfi og upplýsingar frá UMSB. 

Borgarbyggð hvetur íbúar og áhugasama til þess að líka við síðuna.

https://www.facebook.com/ithrottirtomstundirforvarnirheilsuefling


Share: