Norræn ungmennavika í Noregi

maí 8, 2014

Dagana 28. júlí til 2.ágúst næstkomandi fer fram ungmennavika NSU í Noregi. Ungmennavika NSU rennur að þessu sinni inn í stórviðburð sem Norsk Frilynt heldur fyrir aðildarfélög sín í Noregi ár hvert og heitir SplæshCamp. Dagskráin er stórglæsileg og þema vikunnar að þessu sinni er leikhús, kvikmyndagerð og menning tengt norrænum glæpasögum. Á SplæshCamp mæta um 350 ungmenni víðsvegar frá Noregi og þátttakendur frá hinum norðurlöndunum verða um 60. Hér má finna frekari upplýsingar um vikuna: http://www.nsu.is/files/2014/files/NordiskUngdomsugeogspl%C3%A6shCamp2014.pdf
UMFÍ á sæti fyrir 12 þátttakendur að þessu sinni og styrkir alla þátttakendur sína til ferðarinnar. Skráningarfrestur á ungmennavikuna rennur út 20. maí nk.
Allar nánari upplýsingar um kostnað og styrki veitir Sabína Steinunn landsfulltrúi í síma 568-2929 og á netfanginu sabina@umfi.is
 

Share: