Í október 2011 vann fyrirtækið Capacent þjónustukönnun meðal íbúa Borgarbyggðar með það að markmiði að kanna ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Könnunin var unnin dagana 4. – 20. október og úrtakið 258 manns. Svarhlutfall var 66,3%. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar hefur nú verið kynnt sveitarstjórn og stjórnendum stofnana Borgarbyggðar og þessa dagana er hún einnig til kynningar hjá nefndum sveitarfélagsins og starfsfólki. Þjónustukönnun Capacent fyrir Borgarbyggð má lesa hér.