Í október – nóvember 2012 vann fyrirtækið Capacent þjónustukönnun meðal íbúa Borgarbyggðar með það að markmiði að kanna ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins.
Kannaðir voru ýmsir þættir s.s. hvort íbúar væru ánægðir með Borgarbyggð sem stað til að búa á, hversu ánægðir þeir væru með skipulagsmál og gæði umhverfisins og ýmsa þá þjónustu sem Borgarbyggð er með. Þá var einnig kannað hvort líklegt eða ólíklegt sé að viðkomandi flytji burt úr sveitarfélaginu og þá hvert.
Könnunin var gerð með sama hætti og könnun sem gerð var í október 2011 og var svarhlutfallið svipað og þá eða 65,7%.
Niðurstaða þjónustukönnunarinnar hefur nú verið kynnt sveitarstjórn, nefndum sveitarfélagsins og stjórnendum stofnana Borgarbyggðar.