Niðurstaða samvinnunefndar um niðurfellingu á svæðisskipulagi Mýrasýslu 1998-2010

febrúar 9, 2011
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 samþykkti þann 28. janúar 2011 að fella Svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 úr gildi. Ástæða niðurfellingarinnar er sú að sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulagið vegna nýs aðalskipulags Borgarbyggðar 2010 – 2022.
Tillaga að niðurfellingu svæðisskipulagsins var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Borgarbraut 14 Borgarnesi, á heimasíðu sveitarfélagsins og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá30. ágúst – 11. október 2010.
Frestur til að senda inn athugasemdir rann út þann 11. október 2010 en engar athugasemdir bárust.
Niðurfelling svæðisskipulags Mýrasýslu 1998 – 2010 hefur verið send sveitarstjórn Borgarbyggðar og jafnframt Skipulagsstofnun með ósk um endanlega staðfestingu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um niðurfellingu á svæðisskipulagi Mýrasýslu 1998-2010 geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar.
Borgarbyggð, 09.02.2011
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
 
 

Share: