Niðurfelling á svæðisskipulagi

mars 1, 2011
Niðurstaða samvinnunefndar um niðurfellingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017
Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 samþykkti þann 28. janúar 2011 að fella svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 úr gildi. Ástæða niðurfellingarinnar er sú að sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulagið vegna nýrra aðalskipulaga beggja sveitarfélaganna.
Tillaga að niðurfellingu svæðisskipulagsins var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofum og á heimasíðum sveitarfélaganna og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá 30. ágúst – 11. október 2010.
Frestur til að senda inn athugasemdir rann út þann 11. október 2010 en engar athugasemdir bárust.
Niðurfelling svæðisskipulags sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 hefur verið staðfest í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga og hefur verið send Skipulagsstofnun með ósk um endanlega staðfestingu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um niðurfellingu á svæðisskipulaginu geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar eða Skorradalshrepps.
Jökull Helgason
skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps
 
 

Share: