Fimmtudaginn 5. maí kl. 20:00 verður haldið námskeið um einhverfu á vegum fjölskyldusviðs Borgarbyggðar í samkomusal Menntaskólans í Borgarnesi. Námskeiðið er ætlað fólki á einhverfurófi, fjölskyldum þess sem og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námskeiðið stendur í tvo og hálfan til þrjá tíma.
Þann sama dag kl. 13:30 verður námskeiðið haldið fyrir starfsfólk grunnskólanna í Borgarbyggð. Það stendur einnig opið öðru starfsfólki sem starfar með fólki á einhverfurófi í sveitarfélaginu, sem og þeim sem komast ekki um kvöldið.
Engin skráning – bara að mæta!
Innihald námskeiðsins:
Önnur skynjun ólík veröld, markviss nálgun
Jarþrúður Þórhallsdóttirfötlunarfræðingur og einhverfuráðgjafi segir frá meistararannsókn sinni Önnur skynjun – ólík veröld: Líf fólks á litrófi einhverfu. Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk á einhverfurófi, þar sem spurt var út í lífshlaup þess. Sérstök áhersla var lögð á skynjun og skynúrvinnslu og áhrif hennar á daglegt líf. Skólaganga, gildi greiningar inn á einhverfuróf og sjálfsskilningur var einnig sérstaklega skoðað.
Ásgerður Ólafsdóttirsérkennari og einhvefuráðgjafi ræðir um
skipulega kennslu,TEACCH- hugmyndafræðina og ýmsar leiðir til að efla félagsfærni.
EKKERT KOSTAR INN Á NÁMSKEIÐIÐ
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar