Nafn á nýja skólann

maí 26, 2010
Undanfarnar vikur hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja skóla og tók hún til starfa um miðjan apríl. Finna þarf skólanum nafn og hafa skólaráð leitað til nemenda og foreldra barna við skólana eftir hugmyndum. Nú hefur sveitarstjórn ákveðið að framlengja frestinn til að skila inn hugmyndum að nafni á skólann og hvetur íbúa Borgarbyggðar koma hugmyndum sínum á framfæri. Hugmyndir að nafni skal senda á netfangið inga@varmaland.is
 
 

Share: