Frá því í haust hafa ungar mæður og ungabörn þeirra hist einu sinni í viku, á svokölluðum mömmumorgnum, í Mími ungmennahúsi í Borgarnesi. Mömmumorgnarnir eru á miðvikudögum kl. 10:30. Þar er spjallað um uppeldi og svo auðvitað um daginn og veginn. Reynt er að bjóða upp á ýmiskonar fræðsluerindi, sem tengjast uppeldi og uppvexti barna, einu sinni í mánuði. Aðilar frá ungbarnaeftirliti Heilsugæslunnar í Borgarnesi sjá um flest þessara erinda.
Allar mæður í Borgarbyggð eru velkomnar á mömmumorgna í ungmennahúsinu!
Myndir: Indriði Jósafatsson.
-Myndirnar voru teknar einn morguninn fyrir stuttu þegar fræðsluerindi um ungbarnanudd var á dagskránni.-