Frá upphafi árs 1997 hefur verið tekið á móti lífrænu heimilissorpi til jarðgerðar á Hvanneyri. Í gildi er samningur milli sveitarfélagsins og Landbúnarðarháskóla Íslands. Starfsmaður frá Hvanneyrarbúinu sér um að sækja lífræna sorpið að lóðarmörkum íbúðahúsa á Hvanneyri og mata það í Moldu. Lífrænum úrgangi er safnað annan hvern þriðjudag. Hér má nálgast moldudagatal fyrir árið 2008.
Einhver bið verður eftir almennu sorphirðudagatali fyrir 2008 en það verður tilkynnt um leið og það berst.
Myndin sýnir jarðgerðaraðstöðuna á Hvanneyri.