Móglí í Borgarnesi

nóvember 27, 2017
Featured image for “Móglí í Borgarnesi”

Söngleikurinn Móglí var frumsýndur föstudaginn 24. nóvember sl  í Hjálmakletti. Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir sýningunni í tilefni af 50 ár afmæli skólans.

Uppselt var á frumsýninguna sem tókst einkar vel. Einnig var fullt hús á sýningunum á laugardag og sunnudag. Þegar er farið að seljast vel á næstu sýningar, en alls verða sýningarnar 10 og lokasýningin verður laugardaginn 9. desember.

Söngleikurinn Móglí er gerður eftir sögum Rudyard Kipling (1865-1936), Jungle Book, en söguna samdi hann árið 1894. Leikgerðin er eftir Illuga Jökulsson og er tónlistin að mestu eftir Óskar Einasson. Einnig er að finna lag eftir G. Bizet og stef eftir kennara tónlistarskólans. Sagan er mörgum að góðu kunn, en hún er um drenginn Móglí sem elst upp í frumskóginum hjá úlfafjölskyldunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir sá um leikstjórn og tónlistarstjórn var í höndum Theodóru Þorsteinsdóttur.

Sýningin fékk mjög fína umfjöllun í Landanum sunnudaginn 26. nóv og má hér finna slóðina á þáttinn:

http://www.ruv.is/frett/allir-med-i-mogli

Sýningarnar verða:

Þriðjudagur 28. nóv – kl. 18:00

Föstudagur 1. des – kl. 18:00

Laugardagur 2. des – kl. 16:00

Þriðjudagur 5. des – kl. 18:00

Fimmtudagur 7. des – kl. 18:00

Föstudagur 8. des – kl. 18:00

Laugardagur 9. des – Lokasýning kl. 16:00

Myndirnar á frumsýningunni tók Hanna Ágústa Olgeirsdóttir


Share: