
Vegna áðurnefndra tengsla Borgarbyggðar við Frakkland var fulltrúa frá sveitarfélaginu boðið að vera við athöfnina. Við þetta tækifæri voru flutt sjómannaljóð eftir íslenska og franska höfunda og undirstrikaði það vináttu þjóðanna. Í máli sendiherrans komu m.a. fram innilegar þakkir til þeirra Íslendinga sem í gegn um tíðina hafa lagt líf sitt í hættu við að bjarga sjómönnum af frönskum skipum. Verðugt er í þessu sambandi að minnast björgunarafreks Kristjáns Þórólfssonar frá Straumfirði sem vann það hreystiverk að bjarga lífi eina skipverjans af Pourquois- pas? sem af komst, Eugène Gonidec. Þegar þetta gerðist var Kristján bara 18 ára gamall.
Meðfylgjandi mynd var tekin við athöfnina í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu í gær. Frá vinstri: Caroline Dumas sendiherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir